Hvar værum við án snjallsímans? Margir stóla á símann sinn fyrir hvað sem er, en samkvæmt nýlegri rannsókn, þá gerir siminn okkur gramt í geði.
Samkvæmt The Telegraph þá veldur um þriðjungur símatilkynninga því að við verðum kvíðin, uppsökk eða reið. Þær þrjár sem valda okkur mestum ama eru tilkynningar sem varða vinnuna, uppfærslur á símanum og tillkynningar um hvaða þráðlaust net (Wi-Fi) er í boði.
Rannsókn háskólans í Nottingham Trent leiddi í ljós að almennt gerir síminn okkur óhamingjusöm. „Það er ljóst að tilkynningar á samfélagsmiðlum kæta fólk, en þegar fólk fær mikið af vinnutengdum tilkynningum og tilkynningum sem eru ekki frá einstaklingum, þá á hið gagnstæða sér stað,“ segir Dr. Eiman Kanjo, einn höfunda rannsóknarinnar.
Þátttakendur fengu urmul af tilkynningum á meðan á rannsókninni stóð. 50 þátttakendur urðu að hlaða niður viðbót sem fylgdist með öllum tilkynningum sem þeir fengu. Á fimm vikna tímabili, fengu þátttakendur yfir hálfa milljón tilkynninga, og þurftu að skrifa viðbrögð sín við þeim niður á blað þrisvar sinnum á dag.