Í dag er eitt ár síðan að Manchester United fékk Alexis Sanchez frá Arsenal í skiptum fyrir Henrikh Mkhitaryan.
Á tíma sínum hjá United hefur Sanchez þénað um 22 milljónir punda, hann hefur skorað fjögur mörk fyrir félagið. 6 milljónir punda á markið, sem er tæpur milljarður íslenskra króna.
Sanchez er launahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar, hann er með um 390 þúsund pund í föst laun á viku. Hann fær 75 þúsund pund á hvern einasta leik sem hann byrjar. Sanchez hefur byrjað 26 leiki fyrir United.
Hann skorar mark í áttunda hverum leik fyrir United en hjá Arsenal skoraði hann mark í öðrum hvorum leik.
Sanchez hefur aðeins tíu sinnum spilað 90 mínútur fyrir United. Hann hefur ekki byrjað deildarleik undir stjórn Ole Gunnar Solskjær.
Sanchez var einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar hjá Arsenal en hann er þrítugur.