Cristiano Ronaldo, sóknarmaður Juventus mætti fyrir dómstóla á Spáni í dag. Hann var sakaður um að svíkja undan skatti.
Atvikið átti að hafa átt sér stað á milli 2011 og 2014 þegar Ronaldo lék með Real Madrid.
Hann var sakaðu um að hafa svikið um 14 milljónir punda undan skatti, hann gekkst við brotinu.
Ronaldo náði að gera samning við yfirvöld á Spáni og greiðir 16,5 milljónir punda í sekt. Um er að ræða 2,6 milljarða íslenskra króna.
Ronaldo fær einnig skilorðsbundið fangelsi, hann þarf því ekki að setjast á bak við lás og slá, enda var um fyrsta brot hans að ræða.