Fyrir ári síðan fékk Arsenal Sven Mislintat til starfa sem yfirmann knattspyrnumála, átti hann að breyta félaginu og sjá um leikmannakaup.
Ári síðar hefur félagið staðfest að hann sé að láta af störfum en Mislintat hafði gert það gott hjá Dortmund.
Samstarfið við Arsenal hefur hins vegar ekki gengið eins og í sögu, átök hafa verið um hlutverk hans.
Mislintat var ráðinn til starfa þegar Arsene Wenger var stjóri, hann fékk nokkra leikmenn til félagsins en nú skilja leiðir.
Unai Emery tók við í sumar sem þjálfari liðsins en Arsenal horfir til Marc Overmars eða Edu sem báðir léku fyrir félagið. Til að taka við starfinu sem Mislintat hefur verið í sem yfirmaður knattspyrnumála.
Sven Mislintat will be leaving us on February 8, 2019
— Arsenal FC (@Arsenal) January 21, 2019