Marcus Rashford framherji Manchester United er að leika sinn besta fótbolta á ferlinum, framherjinn er 21 árs gamall.
Rashford hefur þrátt fyrir ungan aldur spilað 150 leiki fyrir Manchester United.
Rashford er yngsti leikmaður í sögu Manchester United í ensku úrvalsdeildinni, að skora í fjórum deildarleikjum í röð.
Þar bætti hann met Cristiano Ronaldo um helgina og skákar Wayne Rooney og fleirum við.
Rashford hefur komið að 61 marki í 150 leikjum sem er gott fyrir ungan dreng.
Tölfræði um þetta er hér að neðan.