fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
FókusKynning

Eru jólapeysudagar „hamingjuþvingun“ sem virkar ekki?

Björn Þorfinnsson
Miðvikudaginn 14. desember 2016 19:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jólin eru handan við hornið og óhjákvæmilegur fylgifiskur þeirra eru jólapeysudagar fyrirtækja. Markmið þeirra er að skapa stemmingu innan fyrirtækisins og létta lund starfsmanna. Aukin starfsánægja er lokatakmarkið. Samkvæmt grein eftir André Spicer, prófessor við City University London á Guardian þá er alls ekki víst að slík „hamingjuþvingun“ skili sér.

Í grein Spicer fjallar hann um þá viðleitni fyrirtækja að gera vinnustaðina skemmtilegri. Tekur hann dæmi um rennibrautir á skrifstofu Google í Zurich og hvernig að netverslunarrisinn Zappos hvetur starfsmenn sína reglulega til þess að klæða sig upp sem eftirlætisdýrið sitt. Svo langt hefur þessi þróun gengið að sérstakur iðnaður „gleðigjafa“ (e. funsultants) hefur myndast en slíkir ráðgjafar koma með ábendingar um hvernig gera megi vinnustaði skemmtilegri. „En þrátt fyrir alla þessa viðleitni þá er vinnan ennþá ömurleg,“ segir Spicer.

Að hans mati ættu fyrirtæki að draga úr kjánalátum og vísar til rannsóknar frá Harvard-háskóla þar sem niðurstaðan var á þá leið að starfsmenn væru ánægðastir þegar þeir gætu einbeitt sér að mikilvægum verkefnum og náð raunverulegum árangri við úrlausn þeirra. Í stað þess að setja krafta sína í tilgangslausar uppákomur þá gætu fyrirtæki reynt að bæta starfsánægju með því að leyfa starfsmönnum að vinna heiman frá sér nokkrum sinnum í mánuði. Í því samhengi vísar Spicer í aðra rannsókn þar sem að framleiðni innan fyrirtækja rauk upp við slíkar aðgerðir.

Í grein sinni fer Spicer um víðan völl. Hann segir að kenningin um að ánægður starfsmaður sé góður starfsmaður sé elsta klisja mannauðsstjórnunar og eigi ekki endilega við rök að styðjast. Sem dæmi um það nefnir hann rannsókn þar sem að tveir hópar voru látnir prófarkalesa texta. Annar hópurinn fékk að hlýða á uppistand fyrir verkefnið og niðurstaðan varð sú að sá hópur stóð sig lakar en hinn sem fékk enga gleðistund. Þá vísar hann í dæmi um stórmarkað var með minnstu starfsánægjuna en skilaði mestum hagnaði og skilvirkni.

Að mati Spicer kann starfsánægja á vinnustað að vera góð í sumum tilvikum, til dæmis þegar starfið snýst um samskipti við viðskiptavini, en annarsstaðar eru vísbendingar í þá átt að áherslan á hamingjuna sé kvöð. Ein rannsókn sýndi fram á það að fólk sem var önugt í skapi náði fram hagstæðari samningum heldur en starfsfólk sem var í góðu skapi. Þá voru önugir einnig betri í að átta sig á blekkingum heldur en þeir skapgóðu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni