Zlatan Ibrahimovic, framherji LA Galaxy segir að Paul Pogba hafi ekki treyst Jose Mourinho og Mourinho hafi ekki treyst Pogba.
Mourinho var rekinn frá Manchester United í desember en han og Pogba áttu slæmt samband. Það samband var ein af ástæðum þess að Mourinho var rekinn. Pogba hefur sprungið út eftir að Mourinho var rekinn.
Zlatan elskaði að spila fyrir Mourinho og náðu þeir vel saman hjá Inter og Manchester United.
,,Það eru leikmenn sem verða að fá að vera frjálasir, þeir verða að fá frjálsræði til að gera sína hluti,“ sagði Zlatan.
,,Mourinho er með sína taktík, hann er þannig þjálfari. Sumir leikmenn höndla það ekki, þú þarft því að vera með öðruvisi nálgun á þá. Pogba er einn af þeim.“
,,Paul fann ekki neitt traust frá Mourinho, Mourinho treysti ekki Pogba. Það er erfitt að standa sig sem leikmaður þegar þú færð ekki traust þjálfarans. Þú hefur ekki sömu orku, vilja og allt það. Jose leið eins gagnvart Pogba.“
,,Svona hlutir gerast, þetta er hluti af leiknum. Það eru ekki allir sem ná árangri saman. Við sjáum meira frá Pogba, meira sjálfstraust og hann gerir það sem hann vill. Hann er að standa sig vel.“