Phil Kirkbride, blaðamaður Liverpool Echo segir að Everton hafi ekki efni á því að Gylfi Þór Sigurðsson, sé ekki í sínu besta formi.
Gylfi er mikilvægasti leikmaður liðsins að mati Kirkbride og þegar hann spilar illa, þá er liðið ekki nógu gott. Everton hefur misst flugið síðustu vikur og tapaði gegn Southampton um helgina.
Gylfi skoraði þar mark liðsins en var talsvert gagnrýndur fyrir frammistöðu sína í leiknum, eins og allir aðrir leikmenn liðsins.
Gylfi hefur verið besti leikmaður Everton á tímabilinu, þegar liðið lék vel framan af tímabilinu, þá var hann stjarna liðsins.
Meira:
Er brjálaður yfir því hvernig komið er fram við Gylfa: ,,Hættið að syngja þennan skít“
,,Bætingin á leik Seamus Coleman helgina á undan, hvar aftur. Gylfi Sigurðsson, þrátt fyrir markið sitt, þá var hann lítið að gera í leiknum,“ sagði Phil Kirkbride.
,,Everton hefur ekki efni á því að svona mikilvægur leikmaður sé í felum í svona leik.“
,,Þeir hafa ekki efni því að hann gefi boltann svona frá sér, hann var eins og ókunnugur maður.“