Það er gott að byrja vikuna á einföldum kvöldmat og þessi pottréttur er það svo sannarlega. Hittir alltaf í mark!
Hráefni:
2 bollar hvít hrísgrjón
1 stór laukur, saxaður
2 bollar kjúklingasoð
2 dósir sveppasúpa
salt og pipar
3 stór kjúklingalæri á beini
2 msk. smjör, brætt
2 tsk. ferskt timjan
1 hvítlauksgeiri, smátt saxaður
1 msk. fersk steinselja, til að skreyta
Aðferð:
Hitið ofninn í 175°C og takið til stórt eldfast mót. Smyrjið það með olíu eða smjöri. Setjið hrísgrjón, lauk, soð og súpu í eldfasta mótið og hrærið vel. Saltið og piprið. Raðið lærunum ofan á hrísgrjónablönduna og penslið með smjöri. Stráið timjan og hvítlauk yfir kjúklinginn og saltið og piprið. Setjið álpappír yfir formið og bakið í 1 klukkustund. Takið álpappír af og eldið í hálftíma til viðbótar. Skreytið með steinselju og berið fram.