,,Mo Salah er fá orðspor fyrir leikaraskap sinn, dómarar verða að taka hart á honum,“ sagði Keith Hackett, fyrrum dómari ensku úrvalsdeildarinanr um Mohamed Salah leikmann Liverpool.
Salah er einn besti leikmaður í heimi, hann hefur hins vegar á þessari leiktíð verið að fá á sig orðspor fyrir leikaraskap.
Salah reyndi að fiska víti um helgina að mati Hackett gegn Crystal Palace, hann segir að dómarar muni á endanum fara að taka hart á þessu. Hann segir að orðspor Salah muni fara að hafa áhrif á dómara.
,,Salah er einn besti leikmaður deildarinnar, magnaður markaskorari sem gæti á endanum tryggt liðinu sigur í deildinni,“ sagði Hackett.
,,Það er samt slæmur hluti við leik hans sem gæti verið að skemma orðspor hans. hann fer auðveldlega til jarðar, minnsta snerting í vítateignum og hann fer niður.“
,,Þetta hefur verið tæpt á síðustu vikum, hann fær víti gegn Newcastle og Brighton en gegn Palace á laugardag, dýfði hann sér augljóslega. Hvort sem það var smá snerting eða ekki, þá lék hann sér að því að falla til jarðar.“