Síðustu helgi langaði mig að hafa eitthvað extra gott í hádegismatinn sem myndi að sama skapi passa inní keto matarræðið mitt. Ég átti til ferskan aspas og úr varð þessi æðislegi réttur sem er með brönsj ívafi.
Hráefni:
ferskur aspas (ég var með 6 stykki á mann)
1 pakki beikon
egg
hvítlaukskrydd
salt og pipar
Aðferð:
Byrjum á því að vefja beikoninu utan um aspasinn og raða á plötu með bökunarpappír. Ég krydda mjög létt með hvítlaukskryddi yfir og set inní ofninn á 200°C. Því næst græja ég eggin. Ég brýt þau ofan í silikonmót frá Ikea sem ég pensla með olíu áður en eggið fer ofan í og set með í ofninn í sirka 10 mínútur. Á meðan þetta eldast í ofninum bý ég til sósuna.
Hráefni:
2 eggjarauður, þeyttar vel
150 g smjör brætt (passa að það verði ekki of heitt!)
Aðferð:
Helli smjörinu varlega út í með mjórri bunu (bernaise aðferðin). Í lokin krydda ég með chili explosion kryddi, salti og svörtum pipar úr kvörn.
Verði ykkur að góðu.
P.s. Þið finnið mig á Snapchat þar sem ég er að sýna frá mat og allskonar skemmtilegu ?Hannsythora
Og allir uppskriftir inná Facebook síðunni minni ? Hanna Þóra – Hönnukökur