Simon J Villers, stuðningsmaður Everton er afar óhress með stuðningsmenn félagsins og framkomu þeirra um helgina. Simon var mættur á völlinn þegar Everton tapaði á útivelli gegn Southampton.
Þar segir Simon að stuðningsmenn Everton hafi sungið niðrandi söngva um Gylfa Þór Sigurðsson, Simon á erfitt með að átta sig á því hvers vegna það er.
Everton hefur spilað illa síðustu vikur en Gylfi skoraði í tapi liðsins um helgina. Simon bendi á það að Gylfi hafi skorað flest mörk liðsins í ár og lagt flest mörk upp. Þá sé hann sé leikmaður í ensku úrvalsdeildinni sem sé að skapa flest færi.
,,Er Gylfi maðurinn sem á að kenna um allt núna? Liðið hefur verið slakt í þessum mánuði en allir ellefu leikmenn liðsins voru skelfilegir í þessum leik,“ skrifar Simon.
,,Gylfi er okkar markahæsti leikmaður, leggur mest upp og skapar flest færi í deildinni. Hættið að tala þennan skít.“
Margir taka undir með Simon og þar á meðal er Stuart Domigan. ,,Gylfi hefur verið okkar besti leikmaður í ár, hann leggur sig alltaf, allan fram. Á meðan aðrir gera það ekki.“
Nokkrir aðilar benda á að Gylfi eigi að vera fyrirliði liðsins, hann sé alltaf klár í að leggja allt sitt undir í hverjum einasta leik.
Sigurdsson the new scapegoat I see? Granted performance this month and Brighton have been utterly woeful but the entire 11 today were pathetic. Sigurdsson is now our top scorer most assists and has the best Chance creation ratio in the league this season. Fuck off chatting shite
— Simon J Villiers (@sjv_simon) January 19, 2019