fbpx
Mánudagur 07.apríl 2025
433Sport

Er brjálaður yfir því hvernig komið er fram við Gylfa: ,,Hættið að tala skít“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 21. janúar 2019 08:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Simon J Villers, stuðningsmaður Everton er afar óhress með stuðningsmenn félagsins og framkomu þeirra um helgina. Simon var mættur á völlinn þegar Everton tapaði á útivelli gegn Southampton.

Þar segir Simon að stuðningsmenn Everton hafi sungið niðrandi söngva um Gylfa Þór Sigurðsson, Simon á erfitt með að átta sig á því hvers vegna það er.

Everton hefur spilað illa síðustu vikur en Gylfi skoraði í tapi liðsins um helgina. Simon bendi á það að Gylfi hafi skorað flest mörk liðsins í ár og lagt flest mörk upp. Þá sé hann sé leikmaður í ensku úrvalsdeildinni sem sé að skapa flest færi.

,,Er Gylfi maðurinn sem á að kenna um allt núna? Liðið hefur verið slakt í þessum mánuði en allir ellefu leikmenn liðsins voru skelfilegir í þessum leik,“ skrifar Simon.

,,Gylfi er okkar markahæsti leikmaður, leggur mest upp og skapar flest færi í deildinni. Hættið að tala þennan skít.“

Margir taka undir með Simon og þar á meðal er Stuart Domigan. ,,Gylfi hefur verið okkar besti leikmaður í ár, hann leggur sig alltaf, allan fram. Á meðan aðrir gera það ekki.“

Nokkrir aðilar benda á að Gylfi eigi að vera fyrirliði liðsins, hann sé alltaf klár í að leggja allt sitt undir í hverjum einasta leik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Yfirgefur uppeldisfélagið eftir tæplega 800 leiki

Yfirgefur uppeldisfélagið eftir tæplega 800 leiki
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

England: Liverpool tapaði öðrum deildarleiknum – Southampton fallið

England: Liverpool tapaði öðrum deildarleiknum – Southampton fallið
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Gætu sett afskaplega óheppilegt met í úrvalsdeildinni í dag

Gætu sett afskaplega óheppilegt met í úrvalsdeildinni í dag
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Birtu skemmtilega færslu eftir tilkynningu De Bruyne – ,,Hvernig væri að sameinast á ný?“

Birtu skemmtilega færslu eftir tilkynningu De Bruyne – ,,Hvernig væri að sameinast á ný?“
433Sport
Í gær

Magnús Már um bróður sinn í kvöld: ,,Yfirleitt ánægður en í dag var ég ekki nógu ánægður“

Magnús Már um bróður sinn í kvöld: ,,Yfirleitt ánægður en í dag var ég ekki nógu ánægður“
433Sport
Í gær

Höskuldur fagnaði komu dóttur sinnar með marki: ,,Það var viðeigandi“

Höskuldur fagnaði komu dóttur sinnar með marki: ,,Það var viðeigandi“
433Sport
Í gær

Klopp vildi fá annan leikmann frekar en Salah – ,,Hann á eiga það að hann hlustaði á okkur“

Klopp vildi fá annan leikmann frekar en Salah – ,,Hann á eiga það að hann hlustaði á okkur“
433Sport
Í gær

England: Aston Villa vann gríðarlega mikilvægan sigur

England: Aston Villa vann gríðarlega mikilvægan sigur