fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Bill Gates segir þetta vera bestu fjárfestingu sína á lífsleiðinni – Ein besta fjárfesting sem hægt er að gera

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 21. janúar 2019 07:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bill Gates er einn auðugasti maður heims og hefur í gegnum tíðina fjárfest í ýmsum verkefnum. En hver skyldi vera besta fjárfestingin sem hann hefur gert? Þessu varpaði hann ljósi á í grein í Wall Street Journal. Það kemur kannski á óvart að hann telur ekki upp hlutabréf, skuldabréf eða gjaldeyri í grein sinni.

Besta fjárfesting hans og eiginkonu hans, Melinda Gates, er að hans sögn þeir peningar sem þau hafa látið þremur góðgerðarsamtökum í té. Þetta eru Gavi, the Vaccine Alliance, The Global Fund og Global Polio Eradication Initiative (GPEI). Þessi samtök vinna meðal annars að því að koma lyfjum til íbúa í þróunarríkjunum.

Í gegnum sjóð sinn, Bill & Melinda Gates Foundation, hafa þau hjón látið 10 milljarða dollara renna til fyrrgreindra samtaka.

„Þetta er besta fjárfestingin sem Melinda og ég höfum gert á undanförnum 20 árum og þetta er ein besta fjárfestingin sem heimurinn getur gert á næstu árum.“

Segir Gates í grein sinni. Eins og kunnugt er byggði Gates auð sinn upp á tölvufyrirtækinu Microsoft. Talið er að eigur hans séu um 100 milljarðar dollara. Gates hefur ekki starfað hjá Microsoft síðan 2008 en þá ákvað hann að snúa sér að mannúðarverkefnum. Hann var þó stjórnarformaður Microsoft til 2014 en lét þá af þeim störfum.

Í grein sinni segir Gates að hann hafi alltaf talið að fjárfestingar hans í tækni myndu skila árangri í 10 prósentum tilfella en hann hafi reiknað með að í 90 prósentum tilfella myndu þær misheppnast.

Samkvæmt því sem Gates segir þá sýna útreikningar Copenhagen Consensus Center að þeir 10 milljarðar dollara sem þau hjón hafa látið renna til góðgerðarsamtakanna hafi skapað efnahags- og félagslegan ávinning upp á 200 milljarða dollara. Þetta verður því að teljast ágætis fjárfesting.

„Gefum okkur að sjóðurinn okkar hefði ekki fjárfest í Gavi, Global Fund og GPREI en í staðinn sett 10 milljarða dollar í S&P 500-vísitöluna og látið peningana renna til þróunarríkja 18 árum síðar. Þá hefðu þessi lönd fengið um 12 milljarða dollara í síðustu viku, að teknu tilliti til verðbólgu, en 17 milljarða dollara ef við reiknum með að fjárfest hefði verið fyrir hagnaðinn. Hvað ef við hefðum sett 10 milljarða dollara í orkutengd verkefni í þróunarríkjunum? Þá hefði ávinningurinn verið 150 milljarðar dollara. Hvað með innviði? 170 milljarðar dollara. Með því að fjárfesta í alþjóðlegum heilbrigðisverkefnum náðum við enn betri ávöxtun.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“
Pressan
Í gær

Fleiri ríki loka sendiráðum sínum í Kænugarði – Sálfræðihernaður hjá Rússum?

Fleiri ríki loka sendiráðum sínum í Kænugarði – Sálfræðihernaður hjá Rússum?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta eru umdeildustu skoðanir næsta heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna

Þetta eru umdeildustu skoðanir næsta heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bakpokaferðalag 19 ára stúlkna breyttist í martröð – Berjast fyrir lífi sínu eftir ferð á barinn

Bakpokaferðalag 19 ára stúlkna breyttist í martröð – Berjast fyrir lífi sínu eftir ferð á barinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún var alltaf þreytt – Síðan fjarlægði hún eitt úr mataræði sínu og staðan gjörbreyttist

Hún var alltaf þreytt – Síðan fjarlægði hún eitt úr mataræði sínu og staðan gjörbreyttist