fbpx
Föstudagur 29.nóvember 2024
FókusKynning

Ný verslun Eyesland á Grandagarði

Kynning

Bjóða upp á fallegar og góðar umgjarðir á frábæru verði

Jóhanna María Einarsdóttir
Fimmtudaginn 15. desember 2016 12:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gleraugnaverslunin Eyesland opnaði nýtt flaggskip á Grandagarði 13, 22. nóvember síðastliðinn. Rífandi stemning var við opnunarteitið sem haldið var 1. desember og mættu allt að hundrað manns. Í Eyesland kennir ýmissa grasa í gleraugum og öllu sem því tengist. Frá því árið 2010 hefur Eyesland verið starfandi í Glæsibæ. Verslunin varð upphaflega til vegna aukinnar eftirspurnar á góðum og ódýrum gleraugum. “Síðan þá hefur fyrirtækið vaxið og dafnað enda bjóðum við upp á frábæra vöru á enn betra verði,” segir Maríanna Jónsdóttir verslunarstjóri og sjóntækjafræðingur sem hefur unnið hjá Eyesland síðan 2014 og er með BS gráðu í sjóntækjafræði frá Danmörku.

Rífandi stemning var við opnun á nýju versluninni á Grandagarði.
Rífandi stemning var við opnun á nýju versluninni á Grandagarði.

Mynd: Olafur Mar Bjornsson

Nákvæmustu tækin á markaðnum

Eyesland býður upp á gríðarlegt úrval af gleraugnaumgjörðum, sólgleraugu með og án styrks, allar gerðir af linsum, sjónmælingar og fyrsta flokks glerslípun. “Við erum með nýjustu og nákvæmustu tækin á markaðnum, bæði í glerslípun og sjónmælingum. Nýverið fjárfesti Eyesland í margra milljóna króna græju, þeirri nýjustu á markaðnum, sem slípar gler af ótrúlegri nákvæmni. Harald Kristófersson, sjóntækjafræðingur er með áralanga reynslu í glerslípun og hefur unnið við fagið í 40 ár.”

Íþróttagleraugu í miklu úrvali.
Íþróttagleraugu í miklu úrvali.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Í Eyesland er einnig ótrúlegt úrval af íþróttagleraugum á mjög góðu verði. “Við flytjum inn og slípum bogið gler og linsur sem passa í íþróttagleraugu. Það fást með og án styrks og jafnvel margskipt. Gleraugun eru tilvalin fyrir alla íþróttamenn eins og sportveiðimenn, hjólreiðamenn, golfara og hlaupara. Við erum líka með sérstaka myndavél sem gerir margs konar mælingar til að fá mestu gæðin út úr íþróttagleraugunum svo að þau passi sem best og séu sem straumlínulöguðust,” segir Maríanna.

Léttar og skemmtilegar umgjarðir

“Við reynum að vera með eins fjölbreytt úrval og mögulegt er, þannig að við getum boðið upp á umgjarðir á öllum verðskalanum. Við flytjum inn hvaðanæva úr heiminum. Til dæmis erum við með umgjarðir frá Ameríku og verslum einnig mjög mikið við tvo aðila í Evrópu. Annað er ítalskt fyrirtæki og hitt er frá Bretlandi. Centrostyle eru á Ítalíu og hanna afar léttar og skemmtilegar plastumgjarðir. Upphaflega hönnuðu þeir eingöngu fyrir börn, en þar sem foreldrarnir heilluðust af umgjörðunum er fyrirtækið nú komið með virkilega fallegar línur fyrir fullorðna líka.” Nýjasta frá Centrostyle eru sólgleraugu sem festast á umgjörðina með segli. “Þessar eru ótrúlega hentugar og gríðarlega vinsælar,” segir Maríanna.

Fengu hönnunarverðlaun

“Hitt fyrirtækið sem við verslum einnig mikið við eru breskir og heita Eyespace. Þeir eru með nokkrar gleraugnalínur og heitir ein þeirra Cocoa Mint. Línan inniheldur bæði gleraugu og sólgleraugu. Sólgleraugun eru sjúklega falleg og á fáránlega góðu verði. Þeir unnu meðal annars Optician awards hönnunarverðlaunin fyrir umgjörð ársins.” Jensen er önnur mjög vinsæl lína frá Eyespace. Um er að ræða mjög fallega herragleraugu. “Við hjá Eyesland erum með báðar línurnar og nokkur Rock Star barnagleraugu frá þeim. Einnig flytjum við inn gleraugnaumgjarðir frá Crocks, sem eru með mjúkum gúmmíörmum. Svo höfum við fengið inn franskt merki sem heitir Easytwist. Þær umgjarðir má beygla og beygja fram og til baka.”

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Klárlega jólagjöfin í ár

Einnig fæst töluvert úrval af stækkunarglerjum hjá Eyesland. “Við erum svo með gamaldags og netta leikjhúskíkja sem eru æðislega fallegir. Þessir eru alveg nauðsynlegir í Eldborg í Hörpunni. Þetta er klárlega jólagjöfin í ár,” segir Maríanna.

Eyesland er staðsett að Álfheimum 74, 5. hæð, 104 Reykjavík og Grandagarði 13, 101 Reykjavík.
Í Álfheimum er opið alla virka daga 8:30-17:00.
Á Grandagarði er opið alla virka daga 10:00-1800 og laugardaga 11:00-16:00.
Hægt er að hafa samband í síma 510-0110 eða með því að senda tölvupóst í eyesland@eyesland.is
Nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðu Eyesland.

Brot af því úrvali umgjarða sem fást hjá Eyesland:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“