Rio Ferdinand fyrrum varnarmaður Manchester United segir að Ole Gunnar Solskjær hafi breytt miklu hjá félaginu á stuttum tíma.
Solskjær hefur unnið alla sjö leikina sína í starfi og virðist vera á góðri leið með félagið. Jose Mourinho var rekinn og allt virkaði í steik, Solskjær hefur lagað mikið.
,,Það eru ekki bara úrslitin, heldur hvernig liðið hefur unnið. Hann hefur breytt hugarfari leikmanna og hvernig þeir hugsa um leikina,“ sagði Ferdinand.
Solskjær hefur lagt mikla áherslu á að spila upp á styrkleika Paul Pogba og Marcus Rashford.
,,Hann reynir að spila á styrkleika leikmanna, Pogba er stjarnan. Hann var keyptur til að vera þessi leikmaður, núna er hann að skora.“
,,Rashford er að spila sem fremsti maður, núna talar fólk um Rashford og Kane í sömu setningu. Það var aldrei, áður en Ole Gunnar mætti til starfa.“