fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

Netflix kaupir dreifingarréttinn á Rétti í Þýskalandi, Frakklandi, Ítalíu, Spáni og Suður Ameríku

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 18. janúar 2019 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Streymisveitan Netflix hefur tryggt sér sýningarréttinn á íslensku sjónvarpsþáttaröðinni CASE í Þýskalandi, Frakklandi, Ítalíu, Spáni og Suður Ameríku. Hafa þeir nú þegar verið teknir til sýninga á öllum nýju mörkuðunum.  Þættirnir hafa áður verið aðgengilegir á Netflix í Bandaríkjunum, norðurlöndunum og um 30 öðrum mörkuðum. Eru því markaðirnir orðnir yfir 100 þar sem serían hefur verið sýnd, HBO Europe sýndi í Austur Evrópu og Walter Presents í Bretlandi.

Þættirnir sem framleiddir voru af Sagafilm voru fyrst sýndir á Stöð 2 haustið 2015 undir nafninu Réttur 3. Netflix hefur talsett þættina á þýsku, frönsku, spænsku, ítölsku og portúgölsku. Þættirnir hafa fengið mikið lof gagnrýnanda og voru til dæmis á lista New York Times yfir bestu þáttaraðir ársins 2016.

„Það er afar ánægjulegt að Netflix skuli vilja bæta við mörkuðum þremur árum eftir frumsýningu, þetta eru stærstu markaðir í Evrópu og svokallaðir „dub“ markaðir þar sem efnið er oftast talsett á heimatungumálum í hverju landi fyrir sig, þetta er því veruleg fjárfesting sem Netflix er að setja í seríuna.“ segir Kjartan Þór Þórðarson einn framleiðenda seríunnar.

Red Arrow Studios í Þýskalandi er dreifingaraðili þáttanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“