Juan Mata, miðjumaður Manchester United verður samningslaus í sumar og óvíst er hvað gerist í framtíðinni.
Mata getur því rætt við félög utan Englands og samið við þau áður en tímabilð er á enda.
Ensk blöð segja að Ole Gunnar Solskjær telji að félagið eigi að framlengja samning hans. David Moyes keypti Mata til United árið 2014 frá Chelsea.
Mata hefur mest verið á bekknum hjá Solskjær en félagið hefur áhuga á að framlengja samning hans.
Faðir hans, sem er umboðsmaður hans mun mæta til Englands eftir helgi og ræða við félagið. Vonast þeir feðgar til að samfélagið náist.
Mata er með um 150 þúsund pund á viku og vill hann helst halda í sömu laun.