fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fókus

Simmi kveður – „Það er gaman að skila góðu búi af sér“

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 18. janúar 2019 14:00

Sigmar Vilhjálmsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmar Vilhjálmsson hefur lokið störfum hjá Keiluhöllinni í Egilshöll. Í apríl í fyrra seldi hann öll hlutabréf sín í fyrirtækinu en sinnti starfi framkvæmdastjóra Keiluhallarinnar og veitingastaðarins Shake & Pizza út árið 2018.

Simmi ásamt félaga sínum Jóa, Jóhannesi Ásbjörnssyni, tók við lyklum að Keiluhöllinni í mars 2015. „Ljóst var að verkefnið að fylla þessa 2700 fm lífi var ærið,“ segir Simmi, en ljóst er að það tókst því aukning var í sölu og afkomu árið 2018 samkvæmt Simma.

Segir hann starfsfólk staðarins ómetanlegt í að halda öllum boltum á lofti og vélinni gangandi.

Fyrir viku síðan hætti ég störfum hjá Keiluhöllinni Egilshöll. Eftir að hafa selt öll hlutabréf mín í apríl, en hluti af því var að ég myndi klára út árið 2018 í rekstri félagsins. Á sama tíma seldi ég öll mín hlutabréf í Hamborgarafabrikkunni.
Átta mánuðir er langur tími þegar maður hefur selt og hugurinn leitar annað. En með góðu samstarfsfólki þá var þetta hægt. Niðurstaðan 2018 varð enn eitt árið með aukningu í sölu og afkomu. Það er gaman að skilja þannig við, gaman að skila góðu búi af sér. Sérstaklega í ljósi þess að öll fjögur árin hefur verið vöxtur í þessu góða fyrirtæki, hvort sem litið er til veltu, afkomu og starfsmannafjölda.
Í mars 2015 tók ég við lyklunum að Keiluhöllinni í Egilshöll. Það var tómlegt um að litast og ljóst að verkefnið að fylla þessa 2700m2 lífi var ærið. Starfsmenn voru um 10-15 talsins að hlutastarfsmönnum meðtöldum.
Fimm af þeim lykilstarfsmönnum sem voru til staðar eru þar enn og eru ómetanlegir ásamt þeim tæplega 100 starfsmönnum sem sinna því mikla verkefni sem það er að halda öllum boltum á lofti og vélinni gangandi.
Ég kveð því frábært fyrirtæki með frábæru starfsfólki og vona að svo megi verða áfram.
Eins og meðfylgjandi myndir sýna, þá eiga þau eflaust eftir að sakna mín líka.
Takk fyrir þetta skemmtilega ferðalag og takk fyrir mig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Play býður Katrínu Halldóru frítt flug á annan áfangastað – Vilja fá úttekt sambærilega við Tenerife-gagnrýnina sem lét þjóðina nötra

Play býður Katrínu Halldóru frítt flug á annan áfangastað – Vilja fá úttekt sambærilega við Tenerife-gagnrýnina sem lét þjóðina nötra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ellý spáði fyrir örlögum Arnars í desember – „Heilinn í honum, hann hugsar öðruvísi en aðrir þjálfarar“

Ellý spáði fyrir örlögum Arnars í desember – „Heilinn í honum, hann hugsar öðruvísi en aðrir þjálfarar“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að ótrúlegir hlutir hafi gerst þegar hún hætti að borða ávexti, grænmeti og kolvetni

Segir að ótrúlegir hlutir hafi gerst þegar hún hætti að borða ávexti, grænmeti og kolvetni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Getur verið að úrslitum í handbolta sé viljandi hagrætt?

Getur verið að úrslitum í handbolta sé viljandi hagrætt?