Jurgen Klopp, stjóri Liverpool ætlar að fara með strákana sína til Dubai eftir leikinn gegn Crystal Palace á morgun. Ástæðan er sú að Liverpool er úr leik í enska bikarnum.
Liðið fær því tíu daga frí á milli leikja og þá ætlar Klopp að nýta vel. ,,Við munum endurheimta vel og hvíla okkur, við reynum að fá menn í sitt besta form, fyrir restina af tímabilinu,“ sagði Klopp.
,,Ef þú ert úr leik í bikarnum, þá getur þú vorkennt þér eða reynt að nýta tímann.“
Nokkrir af lykilmönnum Klopp eru meiddir þessa dagana og hann fór yfir stöðuna á þeim.
,,Við skoðum stöðuna á Wijnaldum og Trent Alexander-Arnold aá hverjum degi, það er magnað að þeir hafi klárað leikinn gegn Brighton,“ sagði Klopp en báðir verða fjarverandi um helgina.
,,Trent er magnaður drengur, þetta gerðist rétt fyrir leikinn en hann spilaði, það gerði hlutina ekkert verr.“
Dean Lovren verður klár eftir ferðina til Dubai en Joe Gomez er ekki að nálgast endurkomu. Þá er Adam Lallana byrjaður að æfa.