Þennan rétt þarf aðeins að nostra við en þú sérð ekki eftir því. Virkilega gómsætur matur sem unun er að borða.
Kryddblanda – hráefni:
4 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
1 msk. engifer, smátt saxað
1 msk. túrmerik
1 msk. garam masala
1 tsk. kúmenkrydd
1 tsk. þurrkaður kóríander
1 tsk. sjávarsalt
½ tsk. chili flögur
Önnur hráefni:
3 msk. smjör
3 kjúklingabringur, skornar í munnbita
½ laukur, smátt saxaður
170 g tómatpúrra
800 g maukaðir tómatar í dós
1 dós kókosmjólk
rjómi sem tekinn er af toppi 1 dósar af kókosmjólk
¼ bolli ferskur súraldinsafi
jalapeño í sneiðum til að skreyta með
ferskur kóríander til að skreyta með
Aðferð:
Blandið öllum hráefnum í kryddblönduna saman. Setjið til hliðar. Bræðið 2 matskeiðar af smjöri í stórri pönnu yfir háum hita. Blandið kjúklingunum vel saman við kryddblönduna á meðan smjörið bráðnar. Passið að kjúklingurinn sé huldur með kryddi. Steikið kjúklinginn í 2 til 3 mínútur á hverri hlið. Gott er að gera þetta í skömmtum svo ekki verði of mikið á pönnunni í einu. Þegar að kjúklingurinn er eldaður er hann settur til hliðar og matskeið af smjöri brædd á pönnunni. Þá er restin af kryddblöndunni, sem varð eftir í skálinni þegar að kjúklingurinn var kryddaður, sett á pönnuna sem og laukurinn. Steikið í 8 til 10 mínútur. Bætið púrru saman við og eldið í 4 til 5 mínútur. Bætið tómötum, mjólk, rjóma og súraldinsafa saman við og hrærið vel. Náið upp suðu og látið malla í 10 mínútur. Setjið kjúklinginn í pott og hellið sósunni yfir kjúklinginn. Stillið á meðalhita og látið malla í 4 klukkutíma. Berið fram með jalapeño og kóríander.