Samkvæmt fréttum hefur Aaron Ramsey miðjumaður Arsenal skrifað undir samning hjá Juventus. Hann er samningslaus næsta sumar og gat því skrifað undir.
Samningurinn tekur gildi í sumar en fullyrt er að Ramsey muni hækka hressilega í launum.
Sagt er að Ramsey muni þéna 300 þúsund pund á viku sem gerir hann að næst launahæsta breska knattspyrnumanninum.
Juventus hefur í gegnum árin verið klókt að sækja sér leikmenn sem eru að renna út af samningi. Ramsey er einn af þeim.
Aðeins Gareth Bale þénar meira af breskum knattspyrnumönnum en Real Madrid borgar honum 350 þúsund pund á viku. Báðir koma frá Wales og munu leika utan Bretlands á næstu leiktíð.