fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fókus

Þarf ekki alltaf að fara í manninn

Þorgerður Katrín segir ómaklega vegið að flokksleiðtogum

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 18. desember 2016 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er snúin aftur á svið íslenskra stjórnmála og það með miklum gusti. Þorgerður yfirgaf sviðið árið 2013 en hafði fyrir þann tíma verið ein helsta vonarstjarna Sjálfstæðisflokksins, ráðherra og varaformaður hans. Hrunið og eftirmálar þess ollu því að Þorgerður leit svo á að tíma sínum í stjórnmálum væri lokið en heillaðist af stefnu nýs framboðs, Viðreisnar, og ákvað að taka slaginn. Viðreisn náði miklum árangri í kosningunum, ekki síst Þorgerður sem kjörin var 4. þingmaður Suðvesturkjördæmis. Hún boðar ný stjórnmál, aukið frjálslyndi og samvinnu og segir að við lifum ótrúlega áhugaverða tíma í íslenskri pólitík.

Þorgerður segist binda vonir við að stjórnarmyndunarviðræðurnar sem nú hafa staðið í sjö vikur með ýmsum tilbrigðum leiði til nýrra og betri vinnubragða í íslenskri pólitík. „Í sjö vikur höfum við rætt málefni. Það er flokkunum öllum til hróss. Það er ekki verið að tala um hver fær hvaða stóla heldur hvernig menn geta nálgast hver annan. Það er búið að hrauna yfir Óttar, það er búið að hrauna yfir Benedikt og núna síðast Kötu og mér finnst það satt best að segja ómaklegt. Öll hafa þau lagt sitt fram í hugmyndafræðilega umræðu, menn hafa lagt sitt fram og nálgast miklu meira en umræðan í dag gefur til kynna. Það sama gildir um Pírata sem eru dýrmæt viðbót við flóruna á Alþingi. Mér hefur fundist sárt að sjá hvernig lamið er á þessu fólki í umræðunni því það hefur staðið í þessu af heilindum. Menn þurfa ekki að fara í einhverja pissukeppni um hver sé bestur í hverju, það er bara verið að ræða um og takast á um málefni. Við erum öll að tala fyrir heilbrigðis- og menntamálum. Það voru allir á sama máli þar, í þessum fimm flokka viðræðum, og þó að einhver vilji setja meiri útgjöld í eitthvað gerir það ekki aðra að verra fólki. Það þarf ekki alltaf að fara í manninn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Davíð lýsir martraðarkenndri læknismeðferð í Svíþjóð – „Ég var í einhverjum svaka slag í hausnum á mér að reyna að lifa þetta af“

Davíð lýsir martraðarkenndri læknismeðferð í Svíþjóð – „Ég var í einhverjum svaka slag í hausnum á mér að reyna að lifa þetta af“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Leikkonan harðlega gagnrýnd eftir að hún deildi söfnun fjölskyldumeðlims – Segir gagnrýnendum að fokka sér

Leikkonan harðlega gagnrýnd eftir að hún deildi söfnun fjölskyldumeðlims – Segir gagnrýnendum að fokka sér
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafa miklar áhyggjur af Katie Price eftir að hún birti nýtt myndband – „Einhver þarf að hjálpa henni“

Hafa miklar áhyggjur af Katie Price eftir að hún birti nýtt myndband – „Einhver þarf að hjálpa henni“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Birti mynd af nánast nöktum líkama eiginkonunnar – Netverjar í áfalli og segja ekki öruggt að skoða hana í vinnunni

Birti mynd af nánast nöktum líkama eiginkonunnar – Netverjar í áfalli og segja ekki öruggt að skoða hana í vinnunni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Birti óhugnanlegt myndband um „frábæra“ fyrrverandi eiginmanninn sem myrti hana stuttu síðar

Birti óhugnanlegt myndband um „frábæra“ fyrrverandi eiginmanninn sem myrti hana stuttu síðar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Aron var handtekinn af fjórum lögreglumönnum, sprautaður niður og fluttur á Landspítalann – Greindur með sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið

Aron var handtekinn af fjórum lögreglumönnum, sprautaður niður og fluttur á Landspítalann – Greindur með sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið