Keppnin er haldin í minningu Sólveigar Anspach
„Franska sendiráðið og Alliance francaise í Reykjavík, í samstarfi við Reykjavíkurborg, Senu, Háskólabíó, Zik Zak Filmworks, AGAT films og Kvikmyndamiðstöð Íslands, standa fyrir stuttmyndasamkeppni í nafni leikstjórans Sólveigar Anspach.“ Þetta kemur fram á kvikmyndavefnum Klapptré
Sólveig Anspach lést úr krabbameini langt fyrir aldur fram haustið 2015. Hún var búsett í Frakklandi og starfaði að mestu leiti þar. Stuttmyndakeppnin er ætluð konum búsettum í Frakklandi eða á Íslandi eða konum búsettum annars staðar með franskan eða íslenskan ríkisborgararétt. Stuttmyndirna vera að hafa verið gerðar eftir 1. janúar 2015 og ekki vera lengri en 15 mínútur.
Á vef Klapptrés kemur fram að „Með stuttmyndasamkeppninni [séu] minning Sólveigar og hugsjónir heiðraðar, því henni var annt um að konur létu meira til sín taka í kvikmyndum. Myndir Sólveigar eru léttar og leikandi og lýsa svo mörgum atvikum sem lífga upp á daglegt líf okkar.“
Frestur til að senda inn mynd er til 31. desember 2016.