Leigubílasögurnar eru daglegur liður hér á 433.is. Í þessum lið er farið yfir helsta slúðrið og sögusagnirnar úr fótboltanum, aðallega úr bresku pressunni.
Félagaskiptaglugginn í Evrópu hefur nú opnað á nýjan leik og eru fjölmörg félög að horfa í kringum sig.
Hér má sjá pakka dagsins.
———
Aaron Ramsey hefur skrifað undir samning við Juventus um að ganga í raðir félagsins í sumar. (Sky)
Ramsey mun skrifa undir fjögurra ára samning og fá 300 þúsund pund á viku. (Times)
Chelsea er tilbúið að bjóða Callum Hudson-Odoi 50 þúsund pund á viku sem hækka í 70 þúsund pund á viku .(Mail)
West Ham hefur gert tvö tilboð í Krzysztof Piatek framherja Genoa en þeim var hafnað. (Mail)
Dortmund ætlar ekki að selja Jadon Sancho í sumar. (Mirror)
Chelsea reynir að ganga frá kaupum á Gonzalo Higuain frá Juventus. (Standard)
Chelsea er að ganga frá kaupum Leandro Paredes miðjumanni Zenit á 31 milljón punda. (Express)
Manchester United ætlar að borga Marcus Rashford 150 þúsund pund á viku til að hann geir nýjan samning. (Mirror)
Tottenham hefur áhuga á Malcom kantmanni Barcelona. (Independent)
Manchester United hefur áhuga á Eder Militao varnarmanni Porto en hann er líklega til Real Madrid. (Mirror)