fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
FókusKynning

Svona er best að eiga við lúsina

Einar Þór Sigurðsson
Sunnudaginn 18. desember 2016 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er lúsin farin að stinga sér niður eina ferðina enn í skólum landsins. Lúsin fer ekki í manngreinarálit, það geta allir smitast, en smit er algengast hjá 3–11 ára börnum. Lúsin er afar hvimleið, en hún er ekki á neinn hátt hættuleg.
Meðferð við lús er ekki alltaf einföld, sérstaklega ef ekki er nægjanlega vandað til hennar í upphafi og oft þarf að meðhöndla aðra í fjölskyldunni eða nánasta umhverfi þess smitaða.

Það er hægt að fá lúsameðal án lyfseðils í næstu lyfjaverslun, þessi efni eru borin í hárið í þeim tilgangi að drepa lúsina og nitin. Afar mikilvægt er að fara nákvæmlega eftir leiðbeiningum sem fylgja. Samhliða því þarf jafnframt að:

· Skoða aðra í nánasta umhverfi
· Meðhöndla þá sem eru með lús samtímis
· Kemba skal daginn eftir að meðferð var beitt til að athuga hvort meðferðin hafi heppnast og síðan er nauðsynlegt að kemba annan hvern dag í 10 daga þar á eftir
· Endurtaka skal meðferðina sjö dögum eftir upphaflegu meðferðina
· Reynst hefur ágætlega að frysta höfuðföt, kodda, tuskudýr og annað þvíumlíkt í að minnsta kosti 4 klst. við –20°C.

Hér á landi eru á markaði nokkrar tegundir efna til meðhöndlunar á lúsasmiti. Þessi efni eru ólík og er nauðsynlegt að kynna sér kosti og galla þeirra þegar ákveðið er hvaða efni skal valið. Starfsfólk apótekanna er vel að sér um eiginleika efnanna og hefur jafnvel þekkingu á því hvernig þau hafa reynst. Leitið því endilega ráða í næsta apóteki ef upp kemur lúsasmit á heimilinu, fylgið nákvæmlega leiðbeiningum þess efnis sem valið er að meðhöndla með.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni