Útvarpsmaðurinn Heimir Karlsson greinir frá því á Facebook að hann sé hættur að heilsa fólki með handabandi. Framvegis ætlar hann að faðma viðkomandi eða „olnboga.“
Augljóst er að færslan er sögð með húmorinn að vopni.
Í færslunni spyr hann hvort fólk telji hann vera „fóbískan“ sérvitring eða mann með heilbrigða skynsemi ef hann myndi setja inn eftirfarandi stöðufærslu á Faceobok um handabandsvenjur sínar.
„Frá og með deginum í dag mun ég hætta að heilsa með handabandi. Þessi í stað faðma ég viðkomandi eða „olnboga“ (snertumst með olnbogunum),“ skrifar Heimir og lætur fylgja með feiminn broskall.