fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fókus

Vel sóttur Verkstjórafundur Íslenska sjávarklasans

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 17. janúar 2019 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verkstjórafundur Íslenska sjávarklasans var haldinn í sjötta sinn 11. janúar að þessu sinni í Húsi sjávarklasans, í Granda Mathöll. Fundurinn var afar vel sóttur og mættu hátt í 50 verkstjórar úr fiskvinnslum víðsvegar að af landinu segir í tilkynningu.

Áhersla fundarins var á áskoranir stjórnandans og umhverfis- og öryggismál í fiskvinnslu og flutt voru mörg áhugaverð erindi. Meðal annars var fjallað um samstarf og samskipti á vinnustað og hvernig við fáum fólk til þess að líða vel í vinnunni. Mikilvægt er að fara yfir þessi mál þar sem skortur á samskiptum getur meðal annars haft áhrif á öryggi starfsmanna, starfsanda og fleira.

Eggert B. Guðmundsson fyrrverandi forstjóri HB Granda og N1 var sérstakur gestur fundarins og ræddi við gesti um leiðtogahæfni. Hann ræddi um mikilvægi þess að vera góður leiðtogi. Þegar ná á árangri þurfa allir að vera í sama liði og vinna saman.

Að auki fjallaði Valgeir Magnússon, stjórnarformaður Pipar/TWA um mikilvægi trausts, virðingu, gegnsæi og hlustun á vinnustað, því góð samvinna og andi í fyrirtækinu er lykilatriði. Sölvi Tryggvason höfundur og fjölmiðlamaður fjallaði um það hvernig almenningur horfir á vinnsluna og spunnust áhugaverðar umræður út frá þeirri umfjöllun.

Hátæknifyrirtækið Valka var sótt heim og starfssemi fyrirtækisins kynnt.

Dagskránni lauk svo með vinnustofu frá Stjórnendafyrirtækinu Nolta, þar sem einblínt var á að auka tengsl á milli þátttakenda.

Verkstjórafundurinn var haldinn í samstarfi við Íslenska Sjávarklasann, Völku og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og vill Íslenski Sjávarklasinn þakka þeim sem og gestum og fyrirlesururum sérstaklega fyrir góðan fund og veittan stuðning.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hljóp 5 kílómetra á hverjum degi í heilan mánuð – Var fljótur að sjá magnaða breytingu á sér

Hljóp 5 kílómetra á hverjum degi í heilan mánuð – Var fljótur að sjá magnaða breytingu á sér
Fókus
Fyrir 2 dögum

Benedikt lenti í miklum vanda á karlakvöldi – „Aðrir við borðið voru farnir að stara á okkur“

Benedikt lenti í miklum vanda á karlakvöldi – „Aðrir við borðið voru farnir að stara á okkur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna
Fókus
Fyrir 3 dögum

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur