Fáir hafa notið þess meira að fá Ole Gunnar Solskjær til starfa hjá Manchester United, líkt og Marcus Rashford.
Sóknarmaðurinn knái hefur sprungið út og hefur komið að fleiri mörkum í síðustu níu leikjum en hann gerði í 33 leikjum hjá Jose Mourinho.
Í 33 leikjum frá nóvember 2017 til nóvember 2019 skoraði Rashford sex mörk í ensku úrvalsdeildinni og lagði upp tvö.
Solskjær hefur stýrt fimm af síðustu níu leikjum Rashford en í síðustu leikjum hefur hann skorað fimm mörk og lagt upp fimm.
Hann kemur að marki á 76 mínútna fresti og hefur tryggt sér stöðu sem fremsti maður í liði United, Romelu Lukaku þarf að hanga á bekknum.
Tölfræði um þetta er hér að neðan.