fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Viðskiptablaðið hagnast um tíu milljónir

Sjötta árið í röð sem útgáfufélagið skilar hagnaði

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 20. desember 2016 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hagnaður útgáfufélagsins Mylluseturs ehf., sem á og rekur Viðskiptablaðið og tengda fjölmiðla, nam ríflega tíu milljónum króna á árinu 2015 og minnkaði um liðlega 3,5 milljónir frá fyrra ári, að því er fram kemur í nýbirtum samandregnum ársreikningi félagsins. Allt frá 2010 hefur starfsemi félagsins skilað hagnaði á hverju einasta rekstrarári.

Samkvæmt ársreikningi Mylluseturs námu eignir félagsins um 140 milljónum króna í árslok 2015. Eigið fé er 49 milljónir og eiginfjárhlutfall félagsins er því um 35%. Eignir Mylluseturs eru að langstærstum hluta útistandandi viðskiptakröfur, en þær voru liðlega 109 milljónir í lok síðasta árs. Heildarskuldir eru um 54 milljónir króna og minnkuðu um fimmtán milljónir frá fyrra ári.

Eigendur útgáfufélagsins eru Pétur Árni Jónsson með 67 prósenta hlut og Sveinn Biering Jónsson með 33 prósenta hlut. Pétur Árni lét af störfum sem útgefandi blaðsins í febrúar á þessu ári og var staðan samtímis lögð niður. Þá hætti hann sömuleiðis sem eini stjórnarmaður félagsins og tók Jón Sigurðsson, framkvæmdastjóri Mylluseturs og faðir Péturs Árna, sæti hans í stjórninni. Skömmu síðar var tilkynnt um ráðningu Péturs Árna sem framkvæmdastjóra hjá fasteignafélaginu Heild sem er í eigu tveggja fjárfestingarsjóða í stýringu Gamma Capital Management.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“
Fréttir
Í gær

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“
Fréttir
Í gær

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Í gær

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks