fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Grípa til aðgerða vegna mikillar umferðar – Ókeypis almenningssamgöngur

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 18. janúar 2019 20:30

Um sex prósent bílaflota landsmanna eru hreinorkubílar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikil umferð einkennir lífið í Lúxemborg, sem er eitt ríkasta land heims, og hafa stjórnvöld nú ákveðið að grípa til aðgerða vegna þess. Frá og með næsta ári mun ekki kosta neitt að nota strætisvagna og lestir í þessu litla Evrópuríki. Endalausar umferðateppur eru stórt vandamál í landinu og gera lítið annað en ergja íbúana. Það er von stjórnvalda að margir muni nýta sér möguleikann á ókeypis samgöngum og þannig muni draga úr bílaumferðinni.

Þetta mun auðvitað einnig koma sér vel fyrir náttúruna og draga úr mengun. Hvergi í Evrópu er bílaeign meiri en í Lúxemborg en þar eru 662 bílar á hverja 1.000 íbúa en þeir eru 560.000 í heildina.

Það verður auðvitað ekki ókeyps að reka almenningssamgöngurnar en ríkissjóður mun taka þann kostnað á sig en hann er um 900 milljónir evra á ári segir í frétt New York Times um málið. Innkoman af miðasölu er um 30 milljónir evra á ári en einhver sparnaður næst þegar hætt verður að selja miða og kanna hvort fólk hafi keypt miða.

Eitt af stóru vandamálunum fyrir umferðina í landinu er nálægðin við Belgíu, Frakkland og Þýskaland. Lúxemborg er nokkurskonar tengipunktur fyrir umferð frá þessum löndum auk innanlandsumferðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn