fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Pressan

Ungur maður handtekinn – Hugðist ráðast á Hvíta húsið

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 17. janúar 2019 06:00

Hvíta húsið í Washington. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska alríkislögreglan FBI handtók 21 árs karlmann í Georgíuríki í gær. Hann er grunaður um að hafa unnið að skipulagningu árásar á Hvíta húsið. Hann var búinn að skipta bíl sínum fyrir skotvopn og sprengiefni. Byung Pak, saksóknari, segir að maðurinn hafi verið búinn að skipuleggja tilræðið út í ystu æsar.

Hann ætlaði að nota skriðdrekaeldflaug til að sprengja sér leið inn í húsið og síðan hugðist hann storma inn í húsið með skotvopn og handsprengjur að vopni. Pak sagði að markmið mannsins virðist hafa verið að ráðast á Hvíta húsið og fleiri skotmörk í Washington D.C. með sprengiefnum.

Ekki er talið að maðurinn hafi átt sér samverkamenn. Sjónir FBI beindust að manninum í mars á síðasta ári en þá voru yfirvöld upplýst um að maðurinn hefði snúist til öfgahyggju. Við rannsókn málsins komust lögreglumenn að því að maðurinn á sér þá ósk heitasta að verða píslarvottur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona langan tíma tekur það ketti að gleyma eiganda sínum

Svona langan tíma tekur það ketti að gleyma eiganda sínum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Situr þú of mikið? Þá ættirðu kannski að fá þér einn bolla í viðbót

Situr þú of mikið? Þá ættirðu kannski að fá þér einn bolla í viðbót
Pressan
Fyrir 3 dögum

Næringarfræðingur segir að þessar matvörur eigi fólk aldrei að borða

Næringarfræðingur segir að þessar matvörur eigi fólk aldrei að borða
Pressan
Fyrir 3 dögum

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum