Sprenging varð í ofni kísilmálmverksmiðju Elkem Ísland við Grundartanga aðfaranótt sunnudags. Starfsmaður var að störfum í námunda við ofninn skömmu áður en sprengingin varð en enginn slasaðist. Gestur Pétursson, forstjóri Elkem, segir í samtali við mbl.is að svokallað blautbrot í rafskauti hafi orðið með þeim afleiðingum að sprenging varð í ofni tvö af þeim þremur sem eru í verksmiðjunni.