Denis Suarez miðjumaður Barcelona færist nær því að yfirgefa félagið en Arsenal vonast til að klára kaup á honum.
Unai Emery, stjóri Arsenal vill ólmur fá þennan 25 ára miðjumann sem áður var í herbúðum Manchester CIty.
Suarez gæti kostað í kringum 18 milljónir punda en Barcelona hefur ekki viljað selja hann hingað til.
Suarez er öflugur miðjumaður en Emery telur sig þurfa liððstyrk á miðjuna. Suarez vill fara til Arsenal.
Suarez er í aukahlutverki hjá Barcelona, Arsenal reynir að losa Mesut Özil til að fá fjármagn til að versla nýja leikmenn.
Arsenal vonast til að það gangi eftir og er því haldið fram að Emery sé vongóður um að Suarez komi í sumar.