fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Pressan

Er ein mesta ráðgáta flugsögunnar að leysast? 

Ritstjórn Pressunnar
Miðvikudaginn 16. janúar 2019 10:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einhver mesta ráðgáta flugsögunnar er án efa hvarf farþegaþotu Malaysian Airlines, MH370, í mars 2014. Um borð voru 239 farþegar og áhöfn. Þrátt fyrir gríðarlega umfangsmikla leit hefur sjálft flak vélarinnar aldrei fundist.

Nú hefur sjómaður einn í Indónesíu stigið fram og segist hann vita nákvæmlega hvar flugvélin fór í sjóinn. Maðurinn sem um ræðir, Rusli Khusmin, segist sjálfur hafa séð vélina skella í sjóinn þegar hann var við veiðar í Malacca-sundi sem er á milli Indónesíu og Malasíu.

Khusmin þessi kom fram á blaðamannafundi í Malasíu í morgun þar sem hann sýndi umræddan stað. Hann segist hafa skráð niður nákvæma staðsetningu vélarinnar með aðstoð GPS-staðsetningartækis.

Á blaðamannafundinum sagði Khusmin frá því sem fyrir augu bar þennan örlagaríka dag árið 2014. „Ég sá flugvélina koma frá vinstri til hægri eins og brotinn flugdreki. Það var ekkert hljóð, bara svartur reykur áður en hún skall í sjóinn,“ sagði hann.

Hann segir að sterkur óþefur hafi verið í lofti rétt áður en vélin brotlenti sem stafaði líklega af eldsneytinu og eldinum í vélinni.

Gögnunum komið til forsætisráðherra Malasíu

Khusmin var flogið frá Indónesíu til Malasíu til að vera viðstaddur umræddan blaðamannafund þar sem málið var kynnt fyrir blaðamönnum. Að því er Mail Online greinir frá hefur Khusmin svarið þess eið að hann sé að segja satt og rétt frá. Hann hefur komið þeim gögnum sem hann hefur undir höndum til nefndar sem hefur haft hvarf farþegaþotunnar til rannsóknar. Dr. Jacob George, forseti umræddrar nefndar, CASSA, sagði á fundinum að hann myndi koma gögnunum til forsætisráðherra Malasíu, Mahathir Mohamad.

Ekki liggur fyrir hvers vegna þessar upplýsingar eru að koma fram í dagsljósið fyrst núna, tæpum fjórum árum eftir hvarf vélarinnar. Málið verður þó skoðað og sannleiksgildi upplýsinganna metið.

Mörgum kenningum hefur verið varpað fram um hvarf vélarinnar. Nú síðast sagði Martin Kristensen, prófessor í verkfræði við Árósarháskóla í Danmörku, að reiknilíkön hans bendi til þess að vélin hafi hrapað nærri Jólaeyju í Indlandshafi. Eyjan er um 500 kílómetra sunnan við Jakarta, höfuðborg Indónesíu. Það er talsvert langt frá staðnum sem Khusmin segist hafa séð vélina á.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 22 klukkutímum

Martröð á jólum sem endaði með björgunaraðgerð í anda hasarmynda

Martröð á jólum sem endaði með björgunaraðgerð í anda hasarmynda
Pressan
Fyrir 23 klukkutímum

Hin dramatíska saga á bak við úr sem varðveittist eftir Titanic-slysið

Hin dramatíska saga á bak við úr sem varðveittist eftir Titanic-slysið
Pressan
Í gær

Ný rannsókn sýnir tengsl á milli skjátíma og andlegs heilbrigðis barna

Ný rannsókn sýnir tengsl á milli skjátíma og andlegs heilbrigðis barna
Pressan
Í gær

Fundu hið fullkomna jólatré og drösluðu því heim – Fengu áfall þegar þau stilltu því upp

Fundu hið fullkomna jólatré og drösluðu því heim – Fengu áfall þegar þau stilltu því upp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Danmörk – Játar að hafa banað nýfæddu barni sínu – Í annað sinn sem hún tengist máli af þessu tagi

Danmörk – Játar að hafa banað nýfæddu barni sínu – Í annað sinn sem hún tengist máli af þessu tagi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Pabbinn vildi sýna syninum hvað fátækt er – Orð drengsins komu honum algjörlega í opna skjöldu

Pabbinn vildi sýna syninum hvað fátækt er – Orð drengsins komu honum algjörlega í opna skjöldu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Situr þú of mikið? Þá ættirðu kannski að fá þér einn bolla í viðbót

Situr þú of mikið? Þá ættirðu kannski að fá þér einn bolla í viðbót
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hér átti merkur atburður sér kannski stað fyrir 1,5 milljónum ára

Hér átti merkur atburður sér kannski stað fyrir 1,5 milljónum ára