fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Eyjan

Fékk nóg af Póllandi og kom til Íslands – Leigir herbergi á 87 þúsund

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 16. janúar 2019 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Í Póllandi vann ég í nokkur ár sem sölumaður, ég seldi eldhúsáhöld með góðum árangri. Ég keyrði á milli bæja, fór úr húsi í hús og seldi fólki hluti sem það hafði annað hvort engin not fyrir eða ekki efni á að kaupa. Þetta gekk vel í fimm ár eða þangað til að mér fannst þetta hvorki gefandi fyrir mig né viðskiptavinina.“

Svona hefst frásögn Chris Harasimowicz sem er starfsmaður í Hámu. Chris segir sögu sína á Facebook síðu átaksins „Fólkið í Eflingu“. Þar má einnig finna fjölmargar aðrar sögur fólksins í stéttafélaginu, fólks sem vinnur margvísleg störf í íslensku samfélagi en oft á tíðum fyrir lág laun.

Það er engin ástæða til að breyta þessari frásögn og ætti enginn að láta hana fram hjá sér fara. Frásögn Chris er svohljóðandi:

„Eftir sölustarfið réð ég mig á innritunarborðin á flugvellinum í Gdansk og vann mig upp í að hafa umsjón með borðunum þangað til að ég hætti þar þegar mig langaði að prófa hugbúnaðargeirann en það var bara til þess að átta mig á því að því að hann átti ekki við mig.

Um sama leyti fékk ég mig full saddan af stjórnmála ástandinu í Póllandi og mig langaði bara að komast eitthvað burt frá þessu þunga andrúmslofti og mundi eftir frímiðunum sem ég hafði unnið mér inn í flugvallarvinnunni og gróf þá fram og sá að gildistími þeirra væri að renna út og ég yrði að nota þá innan tveggja vikna annars færu þeir í ruslið.

Ísland? Ég ákvað að fljúga hingað, mig langaði að fara burt og helst á lítinn stað alla vega ekki í stóra borg. Ég þekkti engan á Íslandi og hafði litla hugmynd um hvert ég væri að fara, ég bókaði gistingu á gistiheimili á Laugarveginum og byrjaði að fletta á netinu í leit að vinnu.

Þá birtist mér yndisleg manneskja og veistu hvað, það var landi minn Pólverji sem upp úr þurru bauð mér afnot af húsnæðinu sínu á meðan ég væri að koma mér fyrir og finna vinnu. Það kom skemmtilega á óvart að hitta hann þegar ég var næstum því búin að afneita þjóðerni mínu. Þetta fékk ég upp í hendurnar og eftir að hafa svarað atvinnuauglýsingu á netinu var ég boðaður í atvinnuviðtal hér í Hámu, kaffiteríu Háskóla Íslands og hérna er ég á kassanum og hef það fínt.

Ég kom til Íslands fyrir átta mánuðum síðan. Ég kom einn og bara með það allra nauðsynlegasta meðferðis. Í dag leigi ég herbergi á 87 þúsund krónur og bý með tveimur öðrum Pólverjum í íbúð sem er í eigu atvinnurekanda þeirra.

Ég er einn og fjölskyldulaus og lifi fyrir myndbands verkefnið mitt sem ég er að gera. Ég er að þróa upptökutækni á myndavélinni minni og fer á milli borga og tek upp myndir af borgarlífi, mannlífi á götum og torgum að nóttu og degi, ég tek þetta upp á löngum tíma sem ég spila síðan hratt á “timelapse”, og þetta tekur hug minn allan og tíma þegar ég er ekki að vinna. Ég var einmitt að eignast nýja linsu sem ég get ekki beðið eftir að prófa.“

Sjá fleiri sögur um fólkið í Eflingu

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri
Eyjan
Í gær

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“