fbpx
Fimmtudagur 26.september 2024
Eyjan

Erlendum ríkisborgurum hefur fjölgað um tæp 68% á þremur árum

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 16. janúar 2019 10:15

Svíar vilja meiri samvinnu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alls voru 44.276 erlendir ríkisborgarar búsettir hér á landi þann 1. janúar sl. og hefur þeim fjölgað um 6.465 manns frá 1. desember 2017 og 120 frá 1. desember sl.
Þessar tölur eru byggðar á skráningu úr þjóðskrá á fjölda einstaklinga sem eru skráðir með búsetu hér á landi eftir skráðu ríkisfangi.

Flestir frá Póllandi

Flestir erlendir ríkisborgarar eru frá Póllandi eða 19.269 og 4.093 einstaklingar eru með litháískt ríkisfang.

Pólskum ríkisborgurum fjölgaði um 79 á síðastliðnum mánuði en litháískum ríkisborgurum fækkaði um 1 einstakling á sama tímabili.

 Fjölgað um 67,6% á þremur árum

Frá 1. desember 2015 til 1. desember 2018 hefur erlendum ríkisborgurum sem eru skráðir til heimilis hér á landi fjölgað úr 26.387 í 44.156 manns. Þetta er fjölgun sem nemur  67,6%.  Á sama tímabili hefur hlutfall landsmanna með erlent ríkisfang aukist úr 7,9% í 12,4%.

Hér má sjá töflu yfir fjölda íbúa eftir ríkisfangi þann 1. desember 2017 og 2018 og þann 1. janúar sl.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Hnífjafnt fylgi Harris og Trump – Örlítil sveifla getur ráðið úrslitum

Hnífjafnt fylgi Harris og Trump – Örlítil sveifla getur ráðið úrslitum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þorgerður Katrín: Afsölum ekki fullveldinu heldur beitum því til að styrkja okkur í samstarfi við aðrar þjóðir

Þorgerður Katrín: Afsölum ekki fullveldinu heldur beitum því til að styrkja okkur í samstarfi við aðrar þjóðir
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Með kveðju til allra sem syrgja

Steinunn Ólína skrifar: Með kveðju til allra sem syrgja
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gunnar Smári skýtur föstum skotum á Ásdísi – Lofaði 1.401 íbúðum en skilaði 59

Gunnar Smári skýtur föstum skotum á Ásdísi – Lofaði 1.401 íbúðum en skilaði 59