Vefurinn Bleikt frumsýndi rétt í þessu nýtt myndband frá Gyðja Collection. Mikil leynd ríkti yfir þessu myndbandi á meðan á tökum stóð en hægt var að fylgjast örlítið með á bak við tjöldin frá tökunum á snapchatti Gyðjunnar @theworldofgydja. Tökurnar fóru fram á Arnarnesinu, í bílakjallara í Kópavoginum og heima hjá Sigrúnu Lilju sjálfri en þetta er auglýsingamyndband fyrir nýtt Gyðju úr ársins. Í myndbandinu sem nú er frumsýnt í allra fyrsta sinn á vefnum bleikt.is má sjá leikara klædda sem vígalega öryggisverði og konur hlaupandi um með lambhúshettur og í hermannabuxum í slagsmálum.
Sjá nánar á Bleikt.is.
Myndbandið má sjá hér að neðan:
[youtube https://www.youtube.com/watch?v=kgZrt_W2DrI&w=560&h=315]