Eftir 20 ár sem atvinnumaður hefur Petr Cech markvörður Arsenal ákveðið að henda hönskunum í hilluna eftir tímabilið.
Cech var lengi vel einn allra besti markvörður í heimi þegar hann lék með Chelsea.
Cech er frá Tékklandi en hann kom til Englands fyrir fimmtán árum, hann samdi þá við Chelsea. Áður lék hann með Rennes.
Cech lék í ellefu ár með Chelsea áður en hann samdi við Arsenal, hann hafði þá misst stöðu sína hjá Chelsea.
Hjá Arsenal hefur hann ekki slegið í gegn og hefur því ákveðið að henda hönskunum í hilluna.
Hann hefur leikið 124 landsleiki fyrir Tékkland og er einn besti knattspyrnumaður sem þjóðin hefur átt.
— Petr Cech (@PetrCech) January 15, 2019