Ole Gunnar Solskjær sem er tímabundið stjóri Manchester United leitar mikið i bækur Sir Alex Ferguson, þegar kemur að því að stjórna leikmönnum félagsins.
Solskjær tók við United fyrir mánuði síðan og hefur unnið alla sex leikina sína í starfi. Hann hefur verið í miklu sambandi við Ferguson um hvernig eigi að gera hitt og þetta.
Ferguson hefur tvisvar mætt á æfingar liðsins og gefið Solskjær ráð um hlutina. Eitt af því var að skipa leikmönnum United að klæðast jakkafötum þegar þeir mæta til leiks.
Þetta var regla í tíð Ferguson sem síðan hefur ekki verið í gildi. Solskjær hefur tekið upp þessa reglu, leikmenn skulu mæta á leikvanginn í jakkafötum.
Á síðustu árum hafa leikmenn United mætt í íþróttagalla í leiki, þeir geta ferðast í honum á leið í útleiki en þegar mætt er á leikvanginn, skulu allir vera í jakkafötum.
Solskjær vonast til þess að fá starfið hjá United til framtíðar en leikmenn United vilja að svo verði.