fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fókus

Edward varaformaður VG selur á Akureyri og flytur til Hollands

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 15. janúar 2019 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Edward J. Huijbens, varaformaður VG, hefur sett einbýlishús sitt við Kringlymýri á Akureyri á sölu.

Fjölskyldan er á leið til Hollands, en Edward hefur greint frá því að hann hyggst ekki gefa kost á sér til endurkjörs á landsfundi VG í haust.

Hættir sem varaformaður Vinstri grænna

„Eftir fjögurra mánaða útlegð á hafinu í haust, í ljúfu frelsi internetsleysis, komum við fjölskyldan heim milli jóla og nýárs. Þá hófst næsta verkefni sem er að undirbúa flutning til Hollands. Ég fékk afbragðs tilboð um að leiða rannsóknarhóp á sviði menningarlandfræði við Wageningen háskóla og hef þar störf sem prófessor og stjórnandi þessa 30 manna hóps 1. febrúar. Þetta er mikið akademískt framfaraspor, en auðvitað með trega sem maður fer frá eyjunni ísa. Ég mun starfa sem varaformaður VG fram að landsfundi í haust, enda fjölskyldan ekki að elta mig út fyrr en þá og stutt er milli Amsterdam og Íslands,“ segir Edward í stöðufærslu á Facebook.

Húsið að Kringlumýri er 151 fm á tveimur hæðum og var byggt árið 1960. Þrjú svefnherbergi og tvö baðherbergi eru í húsinur sem var töluvert endurnýjað árið 2006.

Nánari upplýsingar um eignina má finna hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragna á von á barni

Ragna á von á barni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vissi að hjónabandið væri dauðadæmt þegar eiginmaðurinn sagði þessi tvö orð í brúðkaupinu

Vissi að hjónabandið væri dauðadæmt þegar eiginmaðurinn sagði þessi tvö orð í brúðkaupinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Taylor Swift sogast inn í stóra Hollywood-dramað – „Ég er Khaleesi og eins og hún þá vill svo til að ég á nokkra dreka“

Taylor Swift sogast inn í stóra Hollywood-dramað – „Ég er Khaleesi og eins og hún þá vill svo til að ég á nokkra dreka“