fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Lögreglumenn ákærðir fyrir að nauðga kanadískum ferðamanni

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 20. janúar 2019 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir franskir lögreglumenn eru nú fyrir rétti í París en þeir eru sakaðir um að hafa hópnauðgað kanadískri konu í höfuðstöðvun lögreglunnar fyrir tæplega fimm árum. Lögreglumennirnir störfuðu í aðgerðarhópi gegn glæpagengjum í París á þessum tíma. Þeir neita öllum ásökunum og segja að konan hafi sjálfviljug stundað kynlíf með þeim þetta kvöld og að áfengisneysla hafi verið mikil.

Konan, Emily Spanton, sem hefur kosið að koma fram undir nafni sagði á fyrsta degi réttarhaldanna að hún hafi hitt hóp lögreglumanna á írskum bar nærri Signu í apríl 2014. Hún sagði að lögreglumennirnir hafi boðið henni í skoðunarferð um höfuðstöðvar lögreglunnar. Þar segist hún hafa verið neydd til að drekka viskí og veita lögreglumönnunum munngælur, auk þess sem henni hafi verið nauðgað margoft.

Hún yfirgaf lögreglustöðina um 90 mínútum síðar, berfætt og sokkabuxnalaus. Sky segir að samkvæmt dómsskjölum hafi lífssýni úr mönnunum fundist í nærfatnaði Spanton. Dómsformaðurinn sagði í gær að læknisrannsókn sem var gerð á Spanton hafi sýnt að hún var með marbletti víða um líkamann og áverka á kynfærum. Rannsóknin leiddi einnig í ljós að Spanton var drukkin þegar hið meinta ofbeldi átti sér stað.

Í fyrstu sagði Spanton að fjórir lögreglumenn hefðu nauðgað henni en breytti síðan framburði sínum og sagði þá hafa verið þrjá en aðeins tveir voru ákærðir.

Saksóknarar í París felldu málið niður í upphafi en Spanton kærði þá ákvörðun og hafði sigur og urðu saksóknarar því að gefa út ákæru í málinu.

Lögreglumennirnir eiga allt að 20 ára fangelsi yfir höfði sér ef þeir verða fundnir sekir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 6 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga