fbpx
Miðvikudagur 01.janúar 2025
Fréttir

Fór Ófærð yfir strikið?- „Er að horfa á Ófærð og er orðlaus og sár!“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 14. janúar 2019 15:30

Mynd: LIlja Jóns.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Er að horfa á Ófærð og er orðlaus og sár!“ Svona hefst færsla á Facebook síðu Unnar Helgu Óttarsdóttur sem var gróflega misboðið þegar hún horfði á nýjasta þátt af Ófærð.

Í nýjasta þætti Ófærðar, sem sýndir eru á RÚV, mátti í einni senu sjá tvo lambhúsklæddamenn að tali þegar annar segir:

„Ég skil þetta með Skúla, hann er svona korter í Downs en ég hélt í alvöru talað, það verða að vera allavega tvær fokkin heilasellur í hausnum á þér!“

Nokkrar umræður áttu sér í kjölfarið stað á samfélagsmiðlum þar sem orðanotkunin „korter í Downs“ var harðlega gagnrýnd og sögð niðrandi, gamaldags og ýta undir fordóma.

Unnur Helga er móðir barns með Downs-heilkenni. Hún spyr hvað það þýði að vera korter í Downs. „Fyrir nokkrum árum þótti einhverjum þetta voðalega fyndið því þetta kom fram í Næturvaktinni og voru unglingarnir fljótir að tileinka sér þennan orðaforða. Ég hélt í alvöru að við værum komin aðeins lengra.“

Greinin heldur áfram undir myndbandinu:

Sandra Björg Steingrímsdóttir er móðir Emils, drengs með Downs heilkenni. Hún beindi færslu á Facebook til handritshöfunda þáttanna.  „Þið valdið miklum vonbrigðum. Í þætti 4 sem sýndur var á RÚV í gær heyrði ég setningu sem gerði mig kjaftstopp“, sagði Sandra en setningin hafi verið sögð í niðrandi tilgangi. „Af öllum öðrum setningum sem höfðu getað verið sagðar þá fannst ykkur þessi vera mest viðeigandi?!?“ Sandra vék máli sínu svo að syninum, Emil. „Hann er dásamlegur gleðigjafi. hann er fullkominn alveg eins og hann er og mér mislíkar að hann og hans heilkenni sé umtalað á þennan hátt. Nóg er fáfræðin og fordómarnir í samfélaginu – ég hélt við værum komin lengra en þetta á árinu 2019.“


Diljá Ámundadóttir Zoega, varaborgarfulltrúi og móðir stúlku með Downs-heilkenni, biðlaði einnig til aðstandenda þáttanna að gæta að orðavali.

„Kæru aðstandendur Ófærðar,
það stakk óneitanlega að heyra setninguna „Hann er korter í Downs“ sagða í niðrandi tilgangi í einni senu þáttarins sem var sýndur í gærkvöldi. Orð eru svo máttug og þið sem handritshöfundar berið mikla ábyrgð. Afhverju ekki að bera þessa ábyrgð á jákvæðan hátt og ýta frekar undir minnkandi fordóma og fagna fjölbreytileikanum í allri sinni dýrð?
Í mínum augum er það nefnilega ekkert nema jákvætt að vera manneskja með Downs. Enda er ég mamma hennar Lunu sem er svo geggjuð týpa, þrátt fyrir ungan aldur. Mig langar svo að hún upplifi sig sem hluti af þjóðfélagi sem gerir ekki lítið úr henni að óþörfu.“

Stjórn Félags áhugafólks um Downs-heilkenni hefur gefið frá sér yfirlýsingu þar sem þau harma orðnotkun þáttarins.

„Við lýsum yfir miklum vonbrigðum með orðavalið enda margt annað í boði heldur en að særa og hæðast að fólki með Downs-heilkenni. Hér er um að ræða þáttaröð framleidda af reyndum þáttagerðaraðilum, RUV og RVK Studios, og meðal annars fjármögnuð af opinberu fé. Þættirnir hafa einnig notið mikilla vinsælda hérlendis sem erlendis, og er áætlað að á annan tug milljóna manna hafi horft á fyrri þáttaröðina. Ábyrgðin er því mikil að varpa svo meiðandi ummælum fram, sem eru til þess fallin að viðhalda fordómum.

Fór Ófærð yfir strikið ? Hvað finnst þér, lesandi góður? 

16:17- Fréttin hefur verið uppfærð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Búa ekki á landinu og hafa ekki borgað fasteignagjöldin

Búa ekki á landinu og hafa ekki borgað fasteignagjöldin
Fréttir
Í gær

Aldraður lögfræðingur gagnrýnir Snorra – „Ég hef alltaf talið þá aum­ingja sem ráðast á minni mátt­ar“

Aldraður lögfræðingur gagnrýnir Snorra – „Ég hef alltaf talið þá aum­ingja sem ráðast á minni mátt­ar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jimmy Carter látinn

Jimmy Carter látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Norður-Kóreumenn stráfelldir í Úkraínustríðinu – Enginn skeytir um örlög þeirra

Norður-Kóreumenn stráfelldir í Úkraínustríðinu – Enginn skeytir um örlög þeirra
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vinsælustu leitarorðin á Pornhub í ár – Mun minni áhugi á lesbíuklámi en undanfarin ár

Vinsælustu leitarorðin á Pornhub í ár – Mun minni áhugi á lesbíuklámi en undanfarin ár
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Söngvar Satans aftur í bókabúðir í Indlandi eftir 36 ára bann

Söngvar Satans aftur í bókabúðir í Indlandi eftir 36 ára bann