Stöð2 Sport mun ekki sýna leik Liverpool og Crystal Palace um næstu helgi í ensku úrvalsdeildinni. Þess í stað verður heitasta lið deildarinnar, Manchester United í beinni.
United er heitasta liðið deildarinnar þessa stundina en Liverpool er á toppnum. Bæði lið leika hins vegar klukkan 15:00 á laugardag.
Þá má Stöð2 Sport bara sýna einn leik í beinni og hefur stöðin valið United leikinn. Þetta er í fjórða sinn sem þetta kemur upp á þessu tímabli.
,,Stöð 2 Sport keypti sýningaréttinn af ensku úrvalsdildinni en má aðeins sýna einn þrjú leik í beinni útsendingu á laugardögum,“ segir á Vísir.is en Síminn fær réttinn af ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.
,,Þetta er í fjórða sinn sem þetta hefur gerst á tímablinu, það er búið að sleppa United tvisvar á þessu tímabili. Við þurfum að reyna velja jafnt á milli, það er mjög leiðinlegt að geta ekki sýnt toppliðið næstu helgi,“ sagði Ríkharð Óskar Guðnason i Messunni á Stöð2 Sport í gær.