Kevin de Bruyne miðjumaður Manchester City var ekki sáttur með stjóra sinn, Pep Guardiola á miðvikudag í síðustu viku.
City vann þá 9-0 sigur á Burton í undanúrslitum enska deildarbikarsins, um var að ræða fyrri leik liðanna.
Sigurinn var í höfn og ákvað Guardiola að taka De Bruyne af velli sem er að koma til baka eftir meiðsli.
Ensk blöð sögðu frá því, í stað þess að setjast á bekkinn eins og venjan er. Þá rauk De Bruyne ósáttur í klefann.
,,Ég hef ekkert rætt við hann, ég vei því ekki hvað hann er að hugsa,“ sagði Guardiola um málið, liðið mætir Wolves í kvöld.
,,Ef það er eitthvað vandamál hjá honum, hann veit hvar ég, ég veit ekki hvort það sé eitthvað.“