Marcus Rashford, sóknarmaður Manchester United er allt í einu orðin ein skærasta stjarna liðsins. Ole Gunnar Solskjær hefur fengið enska framherjann til að springa út.
Rashford var hetja Manchester United gegn Tottenham í gær en Jamie Redknapp, sérfræðingur Sky Sports sér ekki Romelu Lukaku koma sér aftur í liðið.
,,Í fyrsta sinn á ferlinum virðist Marcus Rashford eiga heima í raun og veru í treyju Manchester United,“ skrifar Redknapp.
,,Fyrr á tímabilinu var hann inn og út úr liðinu og stöðuleika vantaði fyrir framan markið, hann virkaði betri með enska landsliðinu en United. Solskjær hefur sett traust sitt á Rashford og gefið honum fjölda leikja, hann er að borga til baka.“
,,Hann virkar svalur innan vallar, það er smá hroki í því hvenrig hann leiðir línuna. Hann er ekki stressaður þegar hann sleppur í gegn. Hann kláraði færið á Wembley afar vel.“
,,Allt í einu situr Romelu Lukaku á bekknum og veit ekki hvernig hann á að komast í liðið.“