Unai Emery knatspyrnustjóri Arsenal vill losna við Mesut Özil, miðjumann félagsins í janúar. Hann vill losa fjármagn.
Emery tók við starfinu síðasta sumar en skömmu áður hafði Arsene Wenger, gefið honum svakalegan samning.
Özil er með 350 þúsund pund á viku, lang launahæsti leikmaður félagsins en Emery vill ekki nota hann.
Emery vantar að losa peninga til að geta farið að eyða í þá leikmenn sem hann vill fá til Lundúna.
Emery telur Özil ekki nýtast sér og sínum leikstíl, miðjumaðurinn frá Þýskalandi kemst ekki lengur í hóp.
Erfitt er fyrir Arsenal að losa sig við Özil, enda er hann á svakalegum launum og erfitt fyrir önnur félög að borga slík laun.