fbpx
Fimmtudagur 10.apríl 2025
Pressan

Boeing 707 hrapaði á íbúðabyggð – 15 létust

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 14. janúar 2019 10:41

Frá vettvangi. Mynd/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að minnsta kosti 15 manns létust þegar Boeing 707 flugvél hrapaði nærri Fath flugvellinum vestan við Teheran í Íran í morgun. Fregnir herma að flugmenn vélarinnar hafi ruglast á flugvöllum í því slæma veðri sem var á slysstað. Vélin, sem var herflutningavél, hrapaði á íbúðabyggð. Mikið eldhaf braust út á slysstað.

16 voru um borð í vélinni og létust þeir allir nema einn. Vélin var að koma frá Kirgistan með kjöt. Í fyrstu var talið að allir um borð hefðu látist en síðan bárust fréttir af því að flugvélstjórinn hefði lifað af og verið fluttur á sjúkrahús, ekki er vitað um ástand hans.

Mörg hús skemmdust eða eyðilögðust en ekki er enn ljóst hvort fólk var í þeim þegar vélin hrapaði. Björgunarmenn eru enn að störfum á slysstað.

Frá vettvangi. Mynd/Twitter
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Elín Metta komin heim
Pressan
Í gær

Trúðslæti Trump – Skiptir um skoðun og tilkynnir 90 daga pásu á refsitollunum

Trúðslæti Trump – Skiptir um skoðun og tilkynnir 90 daga pásu á refsitollunum
Pressan
Í gær

Kínverjar gera grín að Bandaríkjamönnum – Sjáðu myndbandið

Kínverjar gera grín að Bandaríkjamönnum – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Útskýrir fáránlega en sanna forsögu tollastefnu Trump

Útskýrir fáránlega en sanna forsögu tollastefnu Trump
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ráðgáta eftir að fimm hjúkrunarfræðingar á sömu hæð greindust með heilaæxli

Ráðgáta eftir að fimm hjúkrunarfræðingar á sömu hæð greindust með heilaæxli
Pressan
Fyrir 3 dögum

Börnin sem voru alin upp af dýrum – Úlfabörnin – Apabarnið – Kjúklingastrákurinn

Börnin sem voru alin upp af dýrum – Úlfabörnin – Apabarnið – Kjúklingastrákurinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ótrúlegar staðreyndir um hunda

Ótrúlegar staðreyndir um hunda