fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
Eyjan

Bræður munu berjast

Egill Helgason
Mánudaginn 26. desember 2016 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dyggur lesandi síðunnar sendi þetta bréf:

— — —

Sæll, þetta er algjört djók. Þegar Björgólfur Thor tók yfir Actavis og rak Róbert Wessmann skýrði hann frá því að hann vildi auka áhættuna í fyrirtækinu. Það er gert með því að auka skuldir og lækka eigið fé, en þannig rennur eventúell hagnaður ekki í að borga skatta, þar sem vaxtagjöld eru greidd fyrir skatta og síðan reiknast hagnaður og verður hann hlutfallslega meiri eftir því sem skuldir eru hærra hlutfall á móti eigin fé. Þetta getur gefist vel þegar vel árar en eykur náttúrlega mjög hættuna á því að fyrirtæki farið í greiðsluþrot ef gefur á bátinn. Þetta er afskaplega einföld viðskiptaformúla, eiginlega rekstrarhagfræði 101 og virðist öll list og speki Björgólfs Thors, Jóns Ásgeirs og annarra útrásargosa byggjast á þessu. Nú er greint frá því að Actavis sem Róbert Wessmann var sennilega að reka sæmilega, hafi tapað 37 milljörðum á síðasta rekstrarári, greitt 55 milljarða í vexti og skuldi sennilega eitt þúsund milljarða eða öllu meira en þá 720 milljarða sem gefnir eru upp í ársreikningi.

Þarna virðist vera dauðadæmt félag á ferðinni. Sagt hefur svo verið frá því að Björgólfur þurfi að endurgreiða Deutsche Bank risalán vegna yfirtökunnar næsta vor.

Það er merkilegt að fram kemur í frétt á Vísi.is að Actavis skuldi „sennilega“ þúsund milljarða í stað þeirra 720 sem gefnir eru upp. Það er enginn smáræðis mismunur ef rétt er. Þarna munar sumsé eins og einu IceSave!

Það er líka fróðlegt að fylgjast með þessum útskýringum á bágri stöðu flaggskips Björgólfs Thórs, sem áður var talinn viðskiptaséní en flestir telja nú viðskiptaviðrini. Allt er þetta tíundað í helsta Baugsmiðlinum en það hefur löngum verið vitað að andaði mjög köldu milli Jóns Ásgeirs og Björgólfs Thórs. Sá síðarnefndi telur sjálfan sig fágaðan heimsmann en Bónusdrenginn vúlgar götustrák sem ekkert hafi kunnað annað en að slá lán. Hins vegar er sagt að JÁJ telji sjálfan sig hálfgerðan Hróa Hött sem hugsi aðallega um velferð starfsfólks síns og sé stoltur af því að hafa greitt himinháa skatta á Íslandi og hafði skömm á Björgólfi Thór sem auk þess að vera skráður til heimilis á Kýpur eins og rússneskir mafíósar borgaði aldrei meira en vinnukonuútsvar á Íslandi.

Það er ekki vandséð hvernig komið er fyrir Íslandi þegar þetta voru taldir glæsilegustu fulltrúar ungrar og metnaðarfullrar þriðju kynslóðar hins sjálfstæða lýðveldis .

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar
Eyjan
Í gær

Hver er hinn verðandi dómsmálaráðherra Trump?

Hver er hinn verðandi dómsmálaráðherra Trump?