Þetta snarl er einstaklega einfalt en hverfur eins og dögg fyrir sólu þegar það er borið á borð. Við mælum því með að gera tvöfaldan skammt – svona til öryggis.
Hráefni:
1 Brie-ostur (150 g)
30 g pekan- eða valhnetur, saxaðar
1 hvítlauksgeiri, smátt saxaður
1 msk. ferskt rósmarín, timjan eða steinselja, smátt saxað
1/2 msk. ólífuolía
salt og pipar
Aðferð:
Hitið ofninn í 200°C og setjið ostinn á smjörpappírsklædda plötu eða bakka. Blandið hnetum, hvítlauk og kryddjurtum vel saman og bætið olíu út í. Saltið og piprið. Skellið hnetublöndunni ofan á ostinn og bakið í 10 mínútur eða þar til osturinn er mjúkur og hneturnar ristaðar. Berið fram heitt eða volgt.