fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Fréttir

Aldís í átökum við Jón Baldvin: „Föður hennar hefur tekist að þagga þetta niður“

Tómas Valgeirsson
Laugardaginn 12. janúar 2019 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég kannast við forsögu Jóns Baldvins vegna þess að frændi minn var tengdur honum í stjórnmálum. Ég hlustaði á Aldísi og taldi að hún hefði ákveðin réttindi en það gekk ekki eftir og kærunni var vísað frá.“

Þetta segir Árni Stefán Árnason lögfræðingur um mál Aldísar Schram, dóttur Jóns Baldvins Hannibalssonar, í samtali við DV, en hún sakar föður sinn um alvarlegt kynferðisofbeldi. Aldís var nauðungarvistuð á geðdeild árið 1992 þar sem hún var greind geðhvarfarsjúk. Aldís hefur átt fundi með tveimum læknum í seinni tíð og niðurstaða þeirra var að hún ætti ekki við nein geðræn vandamál að stríða.

Síðan hefur hún aldrei losnað við þann stimpil og segir að hún hafi ekki mátt reiðast án þess að vera talin manísk og að næstu árin hafi hún ekki lent í átökum við föður sinn án þess að því lyktaði með handtöku og nauðungarvistun. Árni tók að sér mál Aldísar á sínum tíma en segir að þeim hafi báðum þótt það erfitt að niðurstaðan hafi ekki verið árangursrík.

Þegar málum er vísað frá er gefinn sá kostur að vísa málinu til ríkissaksóknara og það var einnig gert í tilfelli Aldísar, en Árni segir að það hafa einnig verið felt niður. Hann segir það vera sökum þess að málið var firnt.

Fyrst var getið um kynferðislega áreitni Jóns Baldvins í fréttum fyrir nokkrum árum er í ljós kom að hann hafði skrifað mjög vafasöm bréf til kornungrar frænku sinnar. Í bréfunum lýsti hann meðal annars samförum sínum og eiginkonu sinnar, Bryndísar Schram.

Undanfarna daga hefur verið getið um fjölmargar ásakanir á hendur Jóni Baldvini um kynferðislega áreitni í gegnum langt tímabil. Þá hafa nemendur hans frá því í Hagaskóla sakað Jón Baldvin um ofbeldi.

Einnig: Aldís opnar sig um föður inn: „Jón Baldvin í dyragættinni, flaggandi kynfærum sínum framan í mig, ég þá 5 ára“

„Þetta eru svo gömul sár hjá Aldísi og það hefur aldrei neinn hlustað á hana, aldrei,“ segir Árni. „Þetta hefur valdið henni gríðarlegri sorg og hvað móðir hennar hefur verið meðvirk Jóni Baldvini. Aldís hefur enga ástæðu til að ljúga. Föður hennar hefur tekist að þagga þetta niður. Það er sama hvaða kona stígur fram, þær eru alltaf þaggaðar niður og það tekst honum í skjóli þeirra samtrygginga sem eru í gangi í þjóðfélaginu.“

„Hún er ekki að ljúga“

Árni Stefán kynntist Aldísi Schram þegar hún bjó í Hafnafirði fyrir nokkrum árum og voru þau nágrannar á þeim tíma. Hann segist ekki hafa hikað við að bjóðast til að taka að sér mál hennar endurgjaldslaust í ljósi þess að hún hafði alla hans samúð.

Þá segir Árni að þau hafi gengið langt með málið á sínum tíma en alltaf án árangurs. „Við gengum þó það langt að við fórum til lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Hún þorði ekki að fara til lögreglustjóra nema í fylgd lögfræðings. Ég þurfti að fylgja henni þangað vegna þess að hún treysti sér ekki til að fara ein þar sem hún var hrædd um að faðir hennar myndi grípa inn í og láta nauðungavista hana aftur.“

Að sögn Árna fer ekki á milli mála hvar sannleikurinn í málinu liggur. „Ég er yfir mig sannfærður um það að þessi maður sé með eitthvað óhreint í pokanum,“ segir hann. „Þegar Aldís kom og talaði við mig stundum saman og sagði mér alla sína harmsögu var ég alveg orðlaus, gjörsamlega orðlaus, og hún er ekki að ljúga. Það veit ég.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Björn Valur líkir ferð Sigmundar Davíðs í VMA við æluferð Ásmundar Einars

Björn Valur líkir ferð Sigmundar Davíðs í VMA við æluferð Ásmundar Einars
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Hraun hefur runnið yfir Njarðvíkuræð

Hraun hefur runnið yfir Njarðvíkuræð
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar